STOFAN kynnir hús til flutnings - staðsett á AkranesiUm er að ræða timburklætt einbýlishús á einni hæð staðsett á Smiðjuvöllum 14 á Akranesi.
Húsið skv. fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands er byggt árið 2004 og skráð stærð er 147,7 m². 15,7x 9.4 m.
Húsið er með 2 góðum svefnherbergjum, setustofu og borðstofu. Rúmgott eldhús með snyrtilegri innréttingu ásamt þvottahúsi og geymslu.
Baðherbergi er með hornbaðkari og sturtu.
Gólfhitalagnir eru í húsinu og gólf eru flísalögð.
Ástand hússins er nokkuð gott en ekki hefur verið búið í því síðan síðasta haust.
Seljandi hefur aldrei búið í húsinu og er kaupendum því bent á að kynna sér ástand þess vel ásamt framkvæmdum sem fylgja flutningi húsa.
Flutningsskýrsla er til sem hægt er að fá senda.
Húsið stendur á reit sem hefur fengið nýtt deiliskipulag og því þarf að fjarlægja það af lóðinni sem fyrst.
Um sölu hússins gilda lög um lausafjárkaup nr.50/2000.
Allar nánari upplýsingar veita Atli Þór Albertsson sölufulltrúi í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir löggiltur fasteignasali, 866-7070,
[email protected]