Fjarkaland , 851 Hella
24.900.000 Kr.
Lóð/ Jörð
2 herb.
19 m2
24.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2010
Brunabótamat
0
Fasteignamat
10.800.000

STOFAN kynnir Fjarkaland 7,71 hektara eignarland við Hellu ásamt 29m² sumarhúsi á fallegum og friðsælum stað með ótal möguleika í uppbyggingu og ræktun. Tilvalið fyrir hestafólk.

Fjarkaland 1 er 7,7 hektara eignarland í aðeins 10 mín. akstursfjarlægð frá Hellu. Beygt er inn á landið af Þykkvabæjarvegi.
Mikil gróðursæld er á sléttu og fallegu svæði sem býður upp á marga möguleika til ræktunar eða annarrar uppbyggingar.
Á landinu í dag er 29m² sumarhús ásamt tveimur stórum hestagerðum, húsið skv. skráningu er 20m² en skv. seljanda er skráningin röng.
kurðir afmarka landið á alla kanta og auðvelt að skipta því niður.
Fallegt útsýni er til allra átta þar sem sjá má Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul, Heklu, Ingólfsfjall og Þykkvabæ svo fátt eitt sé nefnt. Mikið fuglalíf er á svæðinu. 

Húsið er með eldhúsinnréttingu, salerni og svefnkrók. Kabyssa er notuð til hitunar og hitar hún að sögn húsið vel.
U.þ.b. 60m² verönd er umhverfis húsið ásamt 30m² geymslu skammt frá.
Húsið er ekki tengt við vatn og rafmagn en tengingar eru við lóðarmörk. Vatnstankur er aftan á húsinu fyrir salernið.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m.vsk.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.