EIGNIN ER SELD
STOFAN kynnir bjarta og rúmgóða 5 herbergja enda og útsýnisíbúð á efstu hæð í lyftuhúsnæði við Kleppsveg 2, Reykjavík.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 115 fm.Stórbrotið útsýni er frá íbúðinni til suðurs, vesturs og norðurs.
*Eignin getur verið laus við kaupsamning*
3 svefnherbergi
2 stofur
Eldhús
Baðherbergi
Sérgeymsla
Þvottahús
Hjóla og vagnageymslaKomið er inní parketlagða
forstofu.
Gangur / hol með parketi á gólfi.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu út á svalir með einstöku útsýni.
Eldhús er með ljósri innréttingu, flísar á milli skápa, bakarofn í vinnuhæð, helluborð og vifta, parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Svefnherbergi með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er óklárað, byrjað var að endurnýja það og er búið að setja nýjar flísar á gólf og á veggi að hluta til og upphengt salerni. Flísar sem vantar upp á eru til og fylgja með.
Fyrir framan baðherbergi er gert ráð fyrir að hafa þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla með glugga er í sameign á jarðhæð.
Sameiginlegt
þvottahús eru á jarðhæð og sameiginleg
hjóla og vagnageymsla.
Þetta er einstaklega björt og falleg eign með miklu útsýni úr hverjum glugga, stutt er í skóla, verslanir og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] eða Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 64.900 m.vsk.