Eignin er seld
STOFAN kynnir rúmgóða og bjarta 4 herbergja endaíbúð á 2.hæð við Holtsveg 18, Urriðaholti. Fallegt útsýni er úr íbúðinni sem er með tvennum svölum og gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs.
Húsið er 6 íbúða lyftuhúsnæði hannað af Arkís og innréttingar og gólfefni íbúðarinnar af innanhúsarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjörnsdóttur.Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 128,2 m², þar af er geymsla 9.7m².Ljóst eikarplankaparket er á allri íbúðinni en baðherbergið er flísalagt.
Allar innréttingar, hurðar, fataskápar, eldhús og baðherbergi eru í sama útliti.
Bókið skoðun hjá Atla Þór í síma 699-5080, [email protected] Komið er inn í forstofugang, með stórum skápum.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með vestursvölum með víðáttumiklu útsýni.
Eldhús er með fallegri dökkri innréttingu ásamt eyju með helluborði og háf. Flísar á milli innréttinga, uppþvottavél, bakarofn í vinnuhæð.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Falleg innrétting, sturta með gleri, upphengt salerni.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi.
Svefnherbergi 2 rúmgott með fataskápum.
Svefnherbergi 3 rúmgott með fataskápum
Sérgeymsla er í sameign á neðri hæð ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Bílaplan er stórt með nóg af stæðum.
Myndbandsinnslög af hönnun íbúðarinnar voru gerð á sínum tíma og hægt er að skoða þau hér:myndband fyrir framkvæmdmyndband af lokaútkomuÞetta er vönduð og falleg eign í Urriðaholtinu þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og skóla.Allar nánari upplýsingar um eignina veita
Guðný Ósk í síma 866-7070,
[email protected] og
Atli Þór í síma 699-5080,
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 64.900 kr m.vsk.