Öngulsstaðir 3, 605 Akureyri
249.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
5 herb.
1251 m2
249.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
398.500.000
Fasteignamat
129.530.000

EINSTAKT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU

STOFAN fasteignasala kynnir fallegt og sjarmerandi 18 herbergja hótel í Eyjafirði.

Lamb-inn hótel á Öngulsstöðum í Eyjafirði er staðsett um 12 km frá Akureyri og 8 km. frá Skógarböðunum. Hótelið er fallega staðsett í hlíðum Eyjafjarðar og nýtur þaðan mikils útsýnis.
Á Öngulsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1993 við góðan orðstír ekki síst fyrir veitingahúsið sem þar hefur verið starfrækt.
Bókunarstaða hefur verið mjög sterk yfir sumarvertíðina og á veturna hefur hótelið verið vinsælt fyrir helgardvalir, fundahöld, hópabókanir og viðburði af ýmsu tagi.
Hitaveita er á svæðinu og við húsið er heitur pottur fyrir gesti með fögru útsýni yfir fjörðinn.

Eignin skiptist skv. fasteignayfirliti HMS í:

Gistihús  351,1 m²   010101
Gistihús 439,9 m²    020101
Geymsla  157,1 m²  020001
Fjárhús  159,0 m²    030101
Hlaða  144,0 m²       040101
Lóð     9140 m²

Gistiheimili
- 18 herbergi með ýmist tveimur, þremur eða fjórum rúmum, samtals 42 rúm. Öll herbergi eru með baðherbergi.
- Eldhús og veitingastaður fyrir allt að 70 manns. 
- Fjölnota rými sem nýtt hefur verið sem fundaraðstaða, stór setustofa og fjölskylduherbergi.
  Þessu rými er hægt að breyta í 50-60m² íbúð
- Eitt rými hússins er leigt út til snyrtistofu.

Hlaða
- Sambyggð húsi er 144m² óeinangruð hlaða með mikilli lofthæð sem nýtt er sem geymsla í dag.
  Mögulegt er að nýta hana með öðrum hætti t.d. til að stækka hótelið og aðstöðu þess. 

Geymsla
Rúmgóð 157 m² er á neðri hæð hússins og nýtist vel.

Fjárhús
159 m² er í dag nýtt undir sauðfé.

Heitt vatn á staðnum sem kemur frá Norðurorku. Sérstaða getur falist í að nýta nánast óþrjótandi möguleika á útivist í nágrenninu bæði vetur og sumar. 
Í næsta nágrenni eru náttúruperlur sem nánast ekkert ferðafólk hefur barið augum. Ótal möguleikar á fjallgöngum ofl. og samstarf gott við sveitarfélagið um markaðssetningu svæðisins.

Lamb Inn býður upp á margvíslega tekjumöguleika fyrir duglegt og útjónarsamt fólk sem vill skapa sér framtíð í ferðaþjónustu á Norðurlandi.  

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Atli Þór í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.